Dagana 1.-3. nóvember var haldið 10. Evrópumót smáþjóða í karate og að þessu sinni í Mónakó. 388 keppendur frá 9 aðildarlöndum smáþjóða tóku þátt. Þórður keppti fyrir hönd landsliðs Íslands í kata karla fullorðinna (16 ára og eldri). Í kata karla fullorðinna voru 16 keppendur frá 8 þjóðum en keppt var í fjórum umferðum.
- Í fyrstu umferð keppti hann við Alexander Arcq frá Luxemburg en hann vann flokk 16-17 ára fyrr um daginn. Þórður vann hann með 0,4 stiga mun með Ohan á móti Gojushiho Sho.
- Í annarri umferð keppti hann við Alexandre Blonda frá Mónakó. Þórður vann hann með 6,5 stiga mun með Ohan Dai á móti Unsu.
- Í þriðju umferð keppti hann við Patrick Marques frá Luxemburg. Þórður tapaði með 0,2 stiga mun með Anan á móti á móti Papuren.
- Í fjórðu umferð keppti hann um brons á móti Armin Gurzakovic frá Montenegro. Þórður vann hann örugglega með Suparinpei á móti Gojushiho Dai.
Flottur árangur hjá Þórði að vinna brons
Frétt RUV um árangur Íslands má lesa hér. Heildar úrslit mótsins má finna hér.