Matthías Eyfjörð Jóhannesson og Máni Hákonarson komust báðir í úrslit og kepptu gegn hvor örðum bæði í kata og kumite í léttari flokki 12 ára. Máni tók gullin og Matthías silfrin. Hrafnkell Haraldsson varð í öðru sæti/silfur í þyngri flokki 12 ára og Kári Haraldsson var með silfur í sínum flokki í kata. Elín Björg Arnardóttir komst í uppreisn og endaði í fjórða sæti en hún keppti í saman flokki og strákarnir.
Eftir bæði Bushido mótin urðu úrslitin þannig að Máni er efstur bæði í kata og kumite, Matthías í öðru sæði í kumete og þriðja sæti í kata. Hrafnkell er í öðru sæti í þyngri flokknum. Kári og Telma Frímannsdóttir voru með silfur á mótinu um helgina sem leið, en kepptu ekki á fyrra mótinu og fengu því ekki verðlaun þó svo að þau hefðu staðið sig vel þess helgi.