Grand Prix mótaröðin hófst í mars, en hún er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 168 þátttakendur skráðir til keppni en þetta er fjölmennasta GP mót sem hefur verið haldið hingað til. Karatedeild Aftureldingar var með fjóra keppendur, alla í kata. Allir stóðu sig ótrúlega vel og öll hafa þau bætt sig mikið! Öll færðust þau upp um aldursflokk og keppa núna í Cadet en í flokkinum eru 14-15 ára og auk þess má ekki endurtaka sömu kata í keppninni. Þannig geta þau þurft að gera allt að 5 mismunandi kata í fjölmennustu flokkunum. Enn og aftur frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum
KEPPENDUR OG VERÐLAUN
- Alex Bjarki Davíðsson – kata 14-15 ára pilta – 7. sæti
- Eva Jónína Daníelsdóttir – kata 14-15 ára stúlkna – brons
- Kristíana Svava Eyþórsdóttir – kata 14-15 ára stúlkna – brons
- Robert Matias Bentia – kata 14-15 ára pilta – silfur
Dómarar frá Aftureldingu voru Anna Olsen og Þórður Jökull Henrysson. Starfsmenn frá Aftureldingu voru Anna María Þórðardóttir og Davíð Ólafsson. Þjálfari og liðsstjóri var Willem C. Verheul.

Eva (brons), Robert (silfur) og Kristíana (brons). Á myndina vantar Alex Bjarka

Ekkert mót án dómara. Þórður Jökull Henrysson og Helgi Jóhannesson dæmdu allt mótið ásamt fleirum