Karate

Int. Amsterdam Karate Cup – Þórður með silfur

Karatedeild AftureldingarKarate

Helgina 20-21. desember fór fram opna bikarmótið International Amsterdam Cup. 843 keppendur frá 23 þjóðum tóku þátt. Landslið Íslands í kata tók þátt í mótinu sem er liður í keppnisundirbúningi. Þórður keppti í senior kata male, en þar voru 19 keppendur skráðir til leiks frá sjö þjóðum.

  • Í fyrstu umferð lenti Þórður á móti Hollendingnum Sascha Dikhooff en þegar á hólminn var komið gaf Sascha bardagann.
  • Í annarri umferð keppti Þórður við efnilegan ungan landsliðsmann frá Úkraínu, Hlib Sokolov. Þórður vann hann örugglega 5-0 með kata Ohan Dai á móti Kanku Sho hjá Sokolov.
  • Í þriðju umferð keppti Þórður við sterkan hollenskan keppanda, Naruki Matsuzawa. Þórður vann 3-2 með kata Ohan á móti Unshu hjá Matsuzawa.
  • Í fjórðu umferð keppti Þórður við hollenska landsliðsmanninn Mitchell Beckers en þeir kepptu síðast á móti hvorum öðrum í úrsltum á Swedish Open í mars sl., og fór Beckers þá með sigur af hólmi. Þórður vann nokkuð örugglega 4-1 með kata Suparinpei á móti Ohan Dai hjá Beckers.
  • Í úrslitum keppti Þórður við Úkraínska landsliðsmann Yaroslav Federov. Federov er gríðarlega sterkur keppandi og er m.a. númer 50 á heimslista. Þar laut Þórður í lægra haldi með 0-5 með kata Papuren á móti Suparinpei hjá Federov.

Virkilega flottur árangur hjá Þórði í sterkum senior keppnisflokki.

Heildar úrslit mótsins má finna hér á blaðsíðu 122.

Þórður að keppa

Karate

Þórður með silfur ásamt Yaroslav Federov