Helgina 3. – 4. maí var haldið Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata í Smáranum í Kópavogi.
Íslandsmeistaramót unglinga
Í unglingaflokki voru 4 keppendur og kepptu þau bæði í einstaklings- og hópkata. Þau náðu frábærum árangri og komu heim með fjóra Íslandsmeistaratitla og allir komust á pall! Frábær árangur hjá unglingunum, framfarirnar eru stöðugar
Keppendur og verðlaun
- Alex, Eva og Róbert – hópkata 12-13 ára – Íslandsmeistarar
- Alex Bjarki Davíðsson – 13 ára piltar – silfur
- Robert Matias Bentia – 13 ára piltar – Íslandsmeistari
- Eva Jónína Daníelsdóttir – 13 ára stúlkur – Íslandsmeistari
- Kristíana Svava Eyþórsdóttir – kata 14 ára stúlkur – Íslandsmeistari
Dómarar voru Anna Olsen og Þórður Jökull Henrysson. Þjálfari og liðsstjóri var Willem C. Verheul. Starfsmenn frá Aftureldingu voru Anna María Þórðardóttir og Davíð Ólafsson.
Úrslit mótsins má finna hér.
Íslandsmeistaramót barna
Í barnaflokki voru 17 keppendur og fjögur lið. Margir voru að keppa á sínu fyrsta móti og því var þetta mikil upplifun og reynsla fyrir þau. Fjórir keppendur og eitt lið komst á pall að þessu sinni þar af unnu tvö Íslandsmeistaratitla, frábær árangur hjá yngstu keppendunum okkar
Keppendur og verðlaun
- Aldar Elí, Bjarki, Kormákur Jarl – hópkata 10-11 ára – 7. sæti
- Aron Trausti, Daníel Þór, Eyþór Eldur – hópkata 10-11 ára – 7. sæti
- Elías Guðni, Zuzanna Majka, Ýmir Annel – þátttaka
- Emma Bethia, Eydís Björk, Tómas Már – hópkata 10-11 ára – silfur
- Aldar Elí Guðmundsson – kata 10 ára pilta – þátttaka
- Anhelina Bobokal – kata 10 ára stúlkur – þátttaka
- Aron Trausti Kristjánsson – kata 11 ára piltar – brons
- Bjarki Hrafnsson – kata 11 ára piltar – 5. sæti
- Daníel Kristjánsson – kata 8 ára piltar – þátttaka
- Daníel Þór Kristjánsson – kata 11 ára piltar – silfur
- Elías Guðni Kristjánsson – kata 10 ára piltar – 7. sæti
- Emil Kári Ragnarsson – kata 9 ára piltar – þátttaka
- Emma Bethia Batson – kata 8 ára stúlkur – Íslandsmeistari
- Eydís Björk Daníelsdóttir – kata 9 ára stúlkur – 5. sæti
- Eyþór Eldur Árnason – kata 10 ára piltar – þátttaka
- Kormákur Jarl Kjartansson – kata 11 ára piltar – þátttaka
- Maja Michalina Sciazko – kata 10 ára stúlkur – 5. sæti
- Óðinn Þór Jóhannsson – kata 8 ára piltar – þátttaka
- Tómas Már Karlsson – kata piltar 7 ára og yngri – Íslandsmeistari
- Ýmir Annel Kristjánsson – kata 10 ára piltar – þátttaka
- Zuzanna Majka Jakubiuk – kata 11 ára stúlkur – þátttaka
Dómarar voru Gunnar Haraldsson og Þórður Jökull Henrysson. Þjálfarar og liðsstjórar voru Willem C. Verheul, Anna Olsen, Kristíana Svava Eyþórsdóttir og Elísa Rún Róbertsdóttir. Starfsmaður frá Aftureldingu var Anna María Þórðardóttir.
Úrslit mótsins má finna hér.