Íslandsmeistarar!

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata og kumite fór fram sunnudaginn 23. mars 2025. Tveir keppendur mættu til leiks frá Aftureldingu og unnu þeir báðir Íslandsmeistaratitla 🏆 🏆

Íslandsmeistari sjötta árið í röð

Þórður Jökull Henrysson vann kata karla nokkuð örugglega og er því Íslandsmeistari 🏆🥇 Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitillinn hans í kata karla, en áður hafði hann einnig orðið Íslandsmeistari í unglingaflokkum, bæði í kata og kumite. Alls voru 15 keppendur skráðir til leiks í dag og þurfti Þórður að keppa fjóra bardaga með hefðbundnu útsláttarkefi og vann hann þá alla mjög örugglega og var lang stigahæstur á mótinu.  Ótrúlegur árangur hjá þessum unga en öfluga keppnismanni. Úrslit mótsins má finna hér.

Íslandsmeistari á fyrsta mótinu

Í kumite keppti Raul Emilio Abreu Bermudez fyrir Aftureldingu, en hann hóf að æfa hjá Aftureldingu 2024 eftir nokkurra ára æfingahlé. Hann var skráður í tvo flokka, kumite karla -75 kg og kumite karla opinn flokkur.

  • Í kumite karla tapaði Raul fyrir Óskari Inga í KFR í undanúrslitum og fékk því brons 🥉
  • Í kumite karla í opnum flokki vann Raul fyrst Mikael frá Karatefélagi Vestmannaeyja í undanúrslitum og í úrslitum vann hann Arnar sem var einnig frá Karatefélagi Vestmannaeyja og er hann því Íslandsmeistari í opnum flokki karla 🏆🥇

Íslandsmeistaramótið í kumite var betur sótt en undanfarin ár sótt og var opni flokkurinn óvenju fjölmennur í karlaflokki, alls 5 keppendur. Keppt var með hefðbundnu útsláttarkerfi. Úrslit mótsins má finna hér.

Dómari frá Aftureldingu var Anna Olsen og starfsmaður á mótinu var Anna María Þórðardóttir.

Þórður á palli – kata karla

Raul á palli í opnum flokki í kumite

Raul á palli í -75 kg flokki í kumite

Þórður og Anna Olsen í dómarahlutverkinu

Þórður Íslandsmeistari í kata karla sjötta árið í röð

Þórður og Raul Íslandsmeistarar í kata karla og kumite karla opinn flokkur