Mánudaginn 7. janúar hefst karatestarfið að nýju eftir jólafrí. Við byrjum árið á byrjendanámskeiðum fyrir börn 6-9 ára og 10-13 ára í íþróttahúsinu Varmá en byrjendanámskeið fullorðinna hefst einnig þann dag. Fullorðinsæfingarnar verða í Egilshöll en þær æfingar eru í samstarfi við karatedeild Fjölnis.
Byrjendur 6-9 ára æfa í íþróttahúsinu við Varmá á mán frá 16.00-16.45 og fös frá 14.30-15.15
Byrjendur 10-13 ára æfa í íþróttahúsinu við Varmá á mán frá 16.45-17.45 og fös frá 15.15-16.00
Fullorðinshópur byrjendur æfir í karatesalnum í Egilshöll á mánudögum og miðvikudögum frá 20.00-21.00
Karateæfingar framhaldshópa eru óbreyttar og næsta beltapróf fyrir framhaldsiðkendur verður föstudaginn 1. mars.