Æfingar hefjast aftur þriðjudaginn 5. janúar hjá framhaldsiðkendum.
Byrjendanámskeið hefst miðvikudaginn 6. janúar.
Það er margt skemmtilegt framundan í karatedeildinni en t.a.m. munum við halda æfingabúðir og mót í febrúar og fá til okkar Sensei Steven Morris, 7. dan frá Skotlandi. Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá iðkendum þegar von er á Sensei Steven.
Við vonum að allir njóti hátíðarinnar sem í höndum er og hlökkum til sjá iðkendur að nýju eftir áramót.
