Karatemaður ársins og uppskeruhátíð KAÍ

Karatedeild AftureldingarKarate

Árleg uppskeruhátíð Karatesambands Íslands var haldin í byrjun desember, en þá er valinn karatemaður og -kona ársins, auk þess sem verðlaun fyrir bikarmót unglinga og fullorðinna eru afhent.

Karatemaður ársins

Þórður Jökull Henrysson var valinn karatemaður ársins 2024 af stjórn KAI en þetta er í annað sinn sem hann er valinn. Þórður átti gott keppnisár en hann keppir eingöngu í kata. Hann vann öll mót innanlands á árinu í kata, RIG, Íslandsmeistaramót og Bikarmót. Á alþjóðlegum vettvangi vann hann brons á Norðurlandameistaramótinu en þetta er fyrstu verðlaun í kata karla fullorðina í 25 ár en einnig vann hann silfur í hópkata á mótinu. Hann vann brons á Evrópumóti smáþjóða og silfur á Copenhagen open. Hann er fastamaður í landsliði íslands í kata og góð fyrirmynd og verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.

 Kata 13 ára stúlkna

Eva Jónína Daníelsdóttir vann Grand Prix mótaröðina í bikarmóti unglinga í kata 13 ára stúlkna. Hún vann 3 mót og varð í 2 sæti í einu. Í öðru sæti var Kristíana Svava Eyþórsdóttir. Gríðarlega efnilegar keppniskonur hjá Aftureldingu

Kata 13 ára pilta

Robert Matias Bentia vann Grand Prix mótaröðina í bikarmóti unglinga í kata 13 ára pilta. Hann vann öll fjögur mótin örugglega. Í öðru sæti var Alex Bjarki Davíðsson. Gríðarlega efnilegir keppnispiltar hjá Aftureldingu

Bikarmót fullorðinna

Þórður Jökull varð í 2. sæti í bikarmóti fullorðinna, en hjá fullorðnum eru það samanlagður árangur í kata og kumite á bikarmóti sem gildir til sigurs í bikarmóti. Þórður keppir aðeins í kata og vann það örugglega og dugði það honum til að lenda í 2. sæti.