Oddný með silfur á Katapokalen

Karatedeild AftureldingarKarate

Laugardaginn 16. mars fór fram sterkt opið bikarmót í Svíþjóð. Landslið og unglingalandslið Íslands tóku þátt og unnu alls til 17 verðlauna. Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu náði lengst í einstaklingsgreinum, en hún lenti í 2. sæti í flokki 14 – 15 ára stúlkna, en 38 keppendur voru í flokknum. Alls keppti Oddný 5 bardaga og vann 4. Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu tók einnig þátt en hann keppti í unglinga- og fullorðinsflokki. Hann lenti í 5. sæti í báðum flokkunum. Alls keppti Þórður 9 bardaga og vann 5.

Sunnudaginn 17. mars voru æfingabúðir með þreföldum heimsmeistara Mie Nakayama sem allt landsliðið tók þátt í.

Lesa má nánar um árangur landsliðsins á heimasíðu Karatesambands Íslands.

Oddný Þórarinsdóttir í 2. sæti

Oddný og Þórður

Þórður, Mie Nakayama og Oddný