Helgina 29.-30. mars fór fram opna bikarmótið Swedish Open. 683 keppendur frá 11 þjóðum tóku þátt. Landslið Íslands í kata tók þátt í mótinu sem liður í undirbúningi fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Álaborg helgina 11.-13. apríl nk. Þórður keppti í senior kata male, en þar voru 23 keppendur skráðir til leiks frá sex þjóðum.
- Í fyrstu umferð lenti Þórður á móti norðmanninum Roy Terje Solheim sem Þórður vann örugglega með kata Anan á móti Bassai hjá Solheim.
- Í annarri umferð keppti Þórður við efnilegan ungan keppanda frá Svíþjóð, Haydar Konduk. Þórður vann hann nokkuð örugglega með kata Ohan Dai á móti Sanseru hjá Konduk.
- Í þriðju umferð keppti Þórður við norska landsliðsmanninn Ruben Vinje Fagerland. Þórður vann með kata Ohan á móti Gojushiho Sho hjá Fagerland.
- Í fjórðu umferð keppti Þórður við hollenska landsliðsmanninn Visser Daan Heijmens og vann Þórður örugglega með kata Suparinpei á móti Unsu hjá Heijmens.
- Í úrslitum keppti Þórður við annan hollenskan landsliðsmann, Mitchell Beckers. Þar laut Þórður í lægra haldi með minnsta mögulega mun, með kata Papuren á móti Anan Dai hjá Beckers.
Allir í landsliðinu komust á verðlaunapall á mótinu sem er frábær árangur.
Virkilega flottur árangur hjá Þórði í sterkum senior keppnisflokki.
Heildar úrslit mótsins má finna hér.

Þórður á verðlaunapalli

Allir komust á verðlaunapall!