Telma tapaði fyrstu viðureign sinni en fékk uppreisnarglímu og tækifæri til að keppa um bronsið. Þar vann hún fyrst Michelle Jenson frá Danmörku á dómaraúrskurði eftir 4:4 jafntefli, og sigraði síðan Lydiu Holler frá Hollandi, 12:7, í baráttu um bronsið, eftir að hafa lent 0:6 undir. Viðureignin vakti verðskuldaða athygli enda ótrúlegur viðsnúningur sem Telma sýndi um miðjan bardagann.
Karatedeild Aftureldingar óskar Telmu Rut til hamingju með glæsilegan árangur.
