Telma Rut lagði írskan andstæðing í fyrstu umferð 3-1. Í annarri umferð mætti hún Petrescu frá Ísrael í æsispennandi bardaga en dómarar þurftu að kveða upp úrskurð og fór það svo að þeir dæmdu Petrescu sigur 3-2. Aðrir íslenskir keppendur komust ekki uppúr fyrstu umferð.
