Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite var haldið um helgina. Telma Rut Frímannsdóttir var eini keppandi Aftureldingar á mótinu, en hún hefur ekki tekið þátt í æfingum eða keppni í rúmlega tvö ár vegna anna við nám. Telma sýndi og sannaði að hún hafði engu gleymt og gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk, +61 kg örugglega.
Hún tapaði svo naumlega í undanúrslitum í opnum flokki fyrir nýkrýndum íslandsmeistara Aziu Sól úr Þórshamri. Frábær dagur hjá Telmu!