Telma Rut Frímannsdóttir, þjálfari hjá karatedeild Aftureldingar er margafaldur meistari kvenna í karate. Á s.l. æfingaári varð hún tvöfaldur Íslandsmeistari í karate sem og bikarmeistari. Telma Rut var einnig kjörin íþróttakona Aftureldingar og Mosfellsbæjar. Telma Rut hefur æft karate hjá Aftureldingu í tíu og hálft ár. Síðast liðin ár hefur hún unnið til fjölda verðlauna og keppt á mótum bæði hérlendis og erlendis. Telma Rut er einn af aðalþjálfurum karatedeildar Aftureldingar en hún æfir jafnframt með A landsliðinu í kumite og keppir fyrir hönd Karatesambands Íslands á alþjóðlegum mótum.
Við óskum Telmu Rut til hamingju með frábæran árangur í greininni.