Tveir fulltrúar í landsliðshóp í Kata

Ungmennafélagið AftureldingKarate

 


Þau Oddný Þórinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson hafa verið valin í landslið Kata. 

Laugardaginn 8.september næstkomandi fer fram sterkt bikarmót Í Helsinki, sem heitir Finnish Open Cup. Ísland sendir vaska sveit keppenda á mótið, allt okkar landsliðsfólk í kata mun keppa. Íslensku keppendurnir nota þetta mót sem undirbúning fyrir Smáþjóðamótið sem haldið verður í San Marínó 28-29.september og fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Tampere, Finnlandi, 24.nóvember. Með keppendum í för er Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata, og Reinharð Reinharðsson fararstjóri.

Við óskum þeim Oddnýju og Þórði góðs gengis og frábærar skemmtunar