Strákarnir unnu C-deildina í fyrra og náðu þá alla leið í undanúrslit og þeir hafa endurtekið afrekið í ár og í vikunni lögðu þeir FH á útivelli og tryggðu sigurinn í deildinni þó ein umferð sé eftir. Afturelding mætir Stjörnunni í undanúrslitum en Garðbæingar urðu í öðru sæti í A-deild. Þetta þýðir einnig að 3.flokkur Aftureldingar mun leika í A-deild að ári sem er afar eftirtektarverður árangur hjá okkar efnilegu drengjum.
B-liðið er í öðru sæti sinnar deildar og þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að ná í úrslitakeppnina en liðið er stigi á eftir Fjölni sem á leik til góða. Liðin mætast svo í síðasta leik deildarinnar á sunnudag og verður þar hugsanlega um úrslitaleik að ræða.
Knattspyrnudeild óskar stráknunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í næstu leikjum. Þjálfarar 3.flokks eru Úlfur Arnar Jökulsson og Einar Finnbogason.
Mynd: Raggi Óla