Intersportmótið – leikjaplan og upplýsingar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Leikjaplanið er tilbúið og má sjá með því að fara inná upplýsingasíðu mótins: https://afturelding.is/knattspyrna/intersport.html og skoða og/eða prenta út fyrir helgina.

Leikið er frá kl 9 á laugardag til hádegis þannig að viðvera hvers liðs er um fjórir tímar. Þá eru það strákar í 6.flokki A, C og E sem mæta. Eftir hádegi mæta svo strákar í 6.flokki B og D og stelpur í 6.flokki, öllum styrkleikaflokkum og hefja leik kl 13:15. Leiktími er 2*10 mínútur og öll lið fá fjóra leiki. 

Á sunnudag er sama fyrirkomulag, þar mæta strákar í 7.flokki A, C og E fyrir hádegi og B og D eftir hádegi. Stelpurnar í 7.flokki keppa hinsvegar allar fyrir hádegi en 8.flokkur barna leikur eftir hádegi. Leiktími er 1*12 mínútur í 7.flokki en 1*10 mínútur í 8.flokki og öll lið fá fjóra leiki. Viðvera hvers liðs er um þrír tímar.

Mótsgjald er 2.000 krónur pr. þáttakenda og greiðist hjá gjaldkera mótsins á mótsstað. Innifalið er þáttökupeningur, glaðningur frá Intersport og frímiði í sund í sundlaugar Mosfellsbæjar. Ljósmyndari verður á staðnum. Mótanefnd hvetur foreldra til að mæta tímanlega því búast má við mikilli umferð við mótssvæðið í upphafi mótsins að morgni til og um hádegið.