8 sigurleikir í röð hjá 2.flokki karla

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Strákarnir léku í B-deild í fyrra og eru ákveðnir að komast aftur upp en liðið hóf keppni með tveimur tapleikjum í röð í vor og útlitið því ekki gott. En með mikilli vinnu og dugnaði náðu strákarnir að snúa við blaðinu og við tók átta leikja sigurhrina með markahlutfallinu 28-4 og liðið sigldi beina leið á topp deildarinnar.

Fyrir rúmri viku léku svo tvo efstu liðin á Varmárvelli þegar Fjarðarbyggð/Leiknir/Höttur kom í heimsókn og urðu úrslitin þar jafntefli 2-2 og lauk sigurhrinu okkar manna í bili. Austfirðingarnir eru jafnir Aftureldingu á toppi deildarinnar og munar aðeins tveimur mörkum á liðunum okkur í hag.

Afturelding á eftir þrjá leiki, núna á sunnudag gegn Snæfellsnesi á Varmárvelli og síðan tvo útileiki gegn Grindavík og Sindra á Hornafirði.

Knattspyrnudeild óskar strákunum góðs gengis í leikjunum framundan. Þjálfarar 2.flokks karla eru Úlfur Arnar Jökulsson, Einar Finnbogason og Bjarki Már Sverrisson.

Mynd frá Arnóri Gauta Ragnarssyni