Afturelding á toppnum fyrir lokaumferðina

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding er á toppi 2. deildar karla þegar ein umferð er eftir. Afturelding vann góðan sigur í gær á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Varmárvelli, 4-1 í fjörugum leik. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll en frítt var á völlinn í Fasteignasölu Mosfellsbæjar.

Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir á 32. mínútu leiksins og var það staðan í hálfleik. Jökull Jörvar Þórhallsson og Jose Miguel Gonzalez Barranco bættu við mörkum með stuttu millibili um miðjan síðari hálfleik áður en Andri Freyr bætti við sínu öðru marki. Andri er markahæstur í 2. deild karla en hann hefur skorað 19 mörk í 17 leikjum.

Sæþór Ívan Viðarsson náði að minnka muninn í uppbótartíma fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-1 á Varmárvelli í gær.

Afturelding er á toppi 2. deildar karla þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Afturelding er með 42 stig líkt og Grótta en með betri markatölu. Vestri er í þriðja sæti með 41 stig en þessi þrjú lið eiga möguleika á að komast upp í Inkasso-deildina að ári. Lokaumferðin fer fram næstkomandi laugardag og leikur Afturelding gegn Hetti á Egilsstöðum. Með sigri tryggir Afturelding sér sæti í Inkasso-deildinni og verður deildarmeistari.

Í lok leiks stillu leikmenn sér upp með bleik armbönd og sýndu samstöðu með Minningarsjóði Einars Darra, 18 ára ungs drengs sem var bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir ofneyslu lyfsins OxyContin. #egabaraeittlif

Wentzel Steinarr Kamban fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk hann glæsilega gjöf frá Listapúkanum í leikslok.