Afturelding/Fram áfram í Inkasso-deildinni

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding/Fram mun leika áfram í Inkasso-deild kvenna á næstu leiktíð eftir 5-1 sigur á Sindra frá Höfn í Hornafirði en lokaumferð deildarinnar var leikin í kvöld. Afturelding/Fram lýkur leik á þessu sumri í 7. sæti deildarinnar með 17 stig.

Leikurinn í kvöld var fjörugur og komst Sindri yfir í leiknum um miðjan fyrri hálfleik. Afturelding/Fram náði að jafna leikinn með marki Gunnhildar Ómarsdóttur. Margrét Regína Grétarsdóttir kom heimakonum svo yfir skömmu fyrir leikhlé.

Sigríður Þóra Birgisdóttir skoraði þriðja mark Aftureldingar/Fram á 54. mínútu og staðan orðin vænleg fyrir heimakonur. Skömmu síðar skoraði Janet Egyr fjórða mark eftir hornspyrnu. Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði lokamark kvöldsins með frábæru langskoti. Lokatölur 5-1 og okkar stúlkur halda sér uppi í Inkasso deildinni að ári.

Afturelding/Fram þakkar öllum fyrir stuðninginn í sumar og hlökkum til að sjá ykkur að ári.
ÁFRAM AFTURELDING/FRAM !!