Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt erindi Tindastóls um að Tindastóll flytjist úr A-deild Lengjubikars karla og leiki í B-deild Lengjubikars karla. Afturelding tekur sæti í A-deild í stað norðanmanna.
Afturelding verður í riðli 1 og fær heldur sterkari mótherja en til stóð en meðal liða sem við munum mæta eru Pepsideildarliðin Breiðablik, Fram og KR svo einhver séu nefnd.
Það er því ljóst að það verða flottir leikir framundan hjá strákunum okkar en fyrsti leikur er 15.febrúar gegn Keflavík í Reykjaneshöllinni og viku síðar tökum við á móti Grindavík í Akraneshöllinni.