Fyrstu stigin í hús hjá meistaraflokki kvenna.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Olís deild kvenna.

Fyrstu tvö stigin í hús hjá stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna er þær lögðu Selfoss í æsispennandi leik í N1 Höllinni að Varmá í dag.
Fyrri hálfleikur var jafn og var staðan í hálfleik 14 – 15.  Í seinni hálfleik átti Brynja Þorsteinsdóttir markmaður stórleik en hún er að stíga upp úr meiðslum. Hún varði vel á fyrstu mínútum seinni hálfsleiks og náðu náðu stelpurnar 4 marka forskoti 20 – 16, þá tók Sebastian Alexanderson þjálfari Selfoss leikhlé og eftir hlé náðu Selfoss að skora 6 mörk í röð.  Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 25 – 25. þá kom slæmur kafli hjá báðum liðum og þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 27 – 27 þá varði Brynja úr dauðafæri og tók Þorkell Guðbrandsson leikhlé þegar 12 sek voru til leiksloka.  Telma Frímannsdóttir skoraði og kom stelpunum okkar yfir 28 – 27 sem skilaði fyrstu 2 stigunum í hús.
Mörk Aftureldingar: Sara Kristjánsdóttir 6 mörk, Hekla Daðadóttir, Thelma Frímannsdóttir og Monika Budai voru með 5 mörk, Tanja Ösp Þorvaldsdóttir var með 4 mörk en hún er leikmaður 3 flokks kvenna og fædd árið 1997 Vigdís Brandsdóttir 2 mörk og Íris Sigurðardóttir 1 mark.
Brynja Þorsteinsdóttir markvörður varði 20 skot
Í leikmannahópi meistaraflokks kvenna eru margar ungar og efnilegar stelpur sem eru í 3 flokki kvenna sem eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki og verður því gaman að fylgjast með meistaraflokki kvenna hjá næstu árin.