Strákarnir okkar eru nú í þriðja sæti deildarinnar en eiga möguleika á að hækka sig um eitt með sigri á Hornfirðingum. Í fyrri leik liðanna sóttu okkar menn þrjú stig á Höfn og vonandi ná þeir að endurtaka leikinn á N1 Vellinum í miðri bæjarhátíðinni.
Eftir önnur úrslit í nítjándu umferð deildarinnar er ljóst að spennan einungis eykst en Afturelding er nú með 33 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir KV og fjórum stigum á eftir HK en við eigum leik til góða og getum skellt okkur í annað sætið með sigri.
Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að fjölmenna og styðja strákana.
Áfram Afturelding
