Afturelding og Fram ljúka samstarfi sínu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding og Fram hafa ákveðið að ljúka samstarfinu sínu með meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Afturelding mun því leika undir eigin nafni í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Sömuleiðis er samstarfi með yngri flokka í kvennaknattspyrnu lokið.

Afturelding mun taka sæti Afturelding/Fram í Inkasso-deildinni á leiktíðinni sem senn fer að hefjast. Þessi ákvörðun er spennandi skref fyrir félagið en stefnan er sett á að festa félagið í sessi sem eitt af 20 bestu liðum landsins í kvennaknattspyrnu og taka jákvæð skref fram á við á næstu árum.

Afturelding vill koma á framfæri þökkum til Fram fyrir ánægjulegt og gott samstarf á síðustu árum. Góður árangur náðist á meðan samstarfinu varði. Afturelding/Fram sigraði 2. deild kvenna sumarið 2017 og hafnaði svo í 7. sæti á síðustu leiktíð í Inkasso-deildinni.

Mynd: Afturelding/Fram sigraði í 2. deild kvenna sumarið 2017. Í ár mun Afturelding leika í rauðu undir eigin merkjum.