Erika Rún Heiðarsdóttir í Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding kynnir með stolti nýjasta leikmann sinn,  Eriku Rún Heiðarsdóttur en hún gengur í raðir félagsins frá Víking Ólafsvík. Erika er fædd árið 2001 og skrifar undir tveggja ára samning við Aftureldingu.

Erika spilar sem hafsent eða bakvörður og bindur félagið miklar vonir við hana í sumar sem og í framtíðinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Erika spilað 23 leiki á Íslandsmóti fyrir meistaraflokk Víkings Ólafsvíkur.

Sem stendur býr Erika áfram í Ólafsvík en flytur búferlum til Mosfellsbæjar í apríl. Það stoppar Eriku hinsvegar ekki að keyra á milli fyrir æfingar og leiki.

Erika hefur leikið undanfarna æfingaleiki og staðið sig virkilega vel, hún skoraði t.a.m sitt fyrsta meistaraflokksmark gegn Grindavík síðustu helgi. Þá mun Erika leika í treyju númer 14 í sumar og hvetjum við velunnara Aftureldingar að fylgjast vel með henni í sumar.

Metnaðarfullur ungur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér, velkomin í Aftureldingu Erika! ❤️⚽️