Lambhagi verður aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Lambhagi verður aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í sumar en liðið leikur í Inkasso-deildinni. Lambhagi gróðrastöð var stofnað árið 1979 og er í dag stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum í landinum. Hafberg Þórisson eigandi Lambhaga hefur þá fengið fjöldan allan af viðurkenningum fyrir metnaðarfullt og framsækið starf í framleiðslu Lambhaga.

Það að svona stórt og flott fyrirtæki styrki við kvennaknattspyrnu Aftureldingar markar tímamót og sé skýrt og lifandi dæmi að kvennaknattspyrna hafi náð nýjum hæðum.  Þá sýni þessi samningur fram á að markaðsvirði kvennaknattspyrnu sé að aukast svo um munar!

Afturelding hlakkar mikið til samstarfsins og ber stolt merki Lambhaga á RAUÐUM búning félagsins í sumar!

Áfram Afturelding og Lambhagi!!

Mynd frá vinstri: Hafrúnu Rakel leikmann Aftureldingar, Hauður Helgu Stefánsdóttur og Hafberg Þórisson frá Lambhaga og Ingu Laufey leikmann Aftureldingar.