Afturelding og FRAM tefla fram sameiginlegu kvennaliði

KnattspyrnudeildAfturelding, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar og knattspyrnudeild FRAM hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna til keppni á komandi keppnistímabili.

Viðræður um málið hafa staðið yfir um skeið en þessi tvö félög hafa átt í farsælu samstarfi með yngri flokka kvenna á síðustu árum. Samningurinn er til þriggja ára, nær yfir næstu þrjú keppnistímabil í fótbolta þannig félögin eru að horfa á samstarf og samvinnu til framtíðar. Heimaleikir leiksins fara fram á Varmárvelli.


FRAM og Afturelding eru þannig að mynda samfellu í starfinu með því að tengja félögin saman í kvenna fótboltanum frá yngri flokkum og upp í meistaraflokk. Sem er gríðarlega mikilvægt fyrir bæði félög.


FRAM og Afturelding sigldu lygnan sjó í 1. deildinni í sumar, léku ekki saman í riðli en enduðu bæði um miðja deild en taka nú sæti í 2. deild þar sem búið er að taka ákvörðum um að bæta við deild í meistaraflokki kvenna í sumar.  Í sumar verður því leikið í þremur deildum kvenna sem er nýtt og verður spennandi að sjá hvernig þessi sameiginlegi hópur FRAM og Aftureldingar mun spjara sig. Það sem er alveg ljóst er að stefnan er tekin upp á við og við ætlum að spila í 1. deild að ári.