Arnar Hallsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Arnar tók við liðinu haustið 2017 og stýrði liðinu í tvö tímabili.
Á fyrsta tímabili stýrði Arnar Aftureldingu til sigurs í 2. deild karla. Í ár hafnaði Afturelding í 8. sæti í Inkasso-deildinni með 23 stig.
Afturelding vill koma á framfæri þökkum til Arnars fyrir sín störf í þágu félagsins og óskum honum alls hins besta í framtíðinni.
Leit að nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins er hafin og munu þau mál skýrast nánar á næstu dögum.