Brons á Heimsmeistaramóti

Taekwondo Taekwondo

Þann 11. október 2019 keppti María Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Heimsmeistaramóti í strandformum Poomsae (World Taekwondo Beach Championships 2019) sem fram fór í Egyptalandi.

Hún fékk bronsverðlaun sem er ótrúlega flottur árangur. María keppti í flokki eldri en 30 ára og er þetta í fyrsta skipti sem íslendingar komast á pall í þeim flokki.

Við óskum Maríu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

María Guðrún með landsliðsþjálfara Íslands, Lisu Lents.