Starfsdagur Aftureldingar fer fram í dag

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Árlegur starfsdagur þjálfara Aftureldingar verður haldinn í Lágafellskóla þann 10. október. Athugið að allar æfingar eftir 18.00 falla niður og við gerum ráð fyrir því að allir þjálfarar mæti. Stjórnarfólk og áhugafólk um íþróttir er velkomið líka!

Eins og undanfarin ár þá komum við öll saman, hlustum á fyrirlestra, fræðslu og skemmtun í eina kvöldstund. Starfsdagurinn hefst kl 18.00-21.00 vinsamlegast takið þennan tíma frá.

Fyrirlestrar í ár:
Anna Steinsen – Fjallar um jákvæð samskipti
Fannar Karvel – Álag í íþróttum
Bjartur Guðmundsson – Hvernig verðum við óstöðvandi?

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur – Áfram Afturelding!