Stelpurnar með góðan sigur á HK

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Fyrsti heimaleikur kvennaliðsins í Mizunodeildinn í blaki var í kvöld, miðvikudag og fengu stelpurnar HK í heimsókn. Skemmst er frá að segja að Aftureldingarstúlkur unnu öruggan 3-1 sigur þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir vara stigahæst okkar stúlkna með 20 stig og María Rún Karlsdóttir með 18 stig. Stelpurnar eru búnar að spila 2 leiki og vinna þá báða svo þær byrja vel.  Afturelding spilaði í bleikum bolum í kvöld og rann allur ágóði af leiknum til Bleiku slaufunnar. Umsjónarmenn leiksins skörtuðu einnig bleiku og báru bleikar slaufur í tilefni dagsins. Til hamingju stelpur með flottan leik.