Fyrsti heimaleikur stelpnanna í blaki á miðvikudaginn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Fyrsti heimaleikur kvennaliðs Aftureldingar á nýju keppnistímabili Mizunodeildarinnar fer fram að Varmá  á miðvikudaginn þann 9.október  og hefst kl. 20:00 þegar Afturelding tekur á móti HK.

Í tilefni bleika dagsins (11.október) hefur blakdeild Aftureldingar ákveðið að allur ágóði af miðasölu á leikinn renni óskertur til Bleiku slaufunnar. Við hvetjum því stuðningsmenn til að mæta á pallana til að styðja sitt lið og gott málefni í leiðinni.
Aðgangseyrir er kr. 500.

Áfram Afturelding!