Eggjasala til styrktar meistaraflokki Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Meistaraflokkur kvenna í handbolta er með til sölu eggjabakka frá Stjörnueggjum til fjáröflunar. Í hverjum bakka eru 30 egg og kostar bakkinn 2.200 kr.

Bakkinn kemur einu sinni í mánuði. Hægt er að vera í áskrift út tímabilið en einnig er hægt að velja um að fá bakka annan hvern mánuð. Eggjunum verður skutlað upp að dyrum hjá kaupendum af leikmönnum meistaraflokksins.

Hægt er að skrá sig til að kaupa egg því að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þá sem skrá sig af fulltrúum meistaraflokksins.