Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Opið er fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrk til keppnisferða eða þjálfunarferða.

Opið er fyrir umsóknir inn á heimasíðu Aftureldingar. Umsóknarfrestur fyrir úthlutun haustsins er til 31. október.

Úthlutað verður úr sjónum í nóvember. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.