Hilmir Berg Halldórsson valin í A landslið karla

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Uppspilari karlaliðs Aftureldingaar Hilmir Berg Halldórssonn hefur verið valin í lokahóp A landsliðs karla í blaki. Hilmir hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum í U19 og U17 ára landsliðum Íslands.

Karlalandsliðið fer til Færeyja næstkomandi fimmtudag í Evrópukeppni Smáþjóða.

Þjálfarar liðsins eru Filip Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo en liðið er töluvert breytt frá því á Smáþjóðaleikunum í vor. Liðið spilar þrjá leiki í mótinu og byrja gegn Skotlandi á föstudag. Á laugardag mætir Ísland liði Grænlands og svo á sunnudag heimamönnum í Færeyjum.

Við óskum Hilmi til hamingju með valið og óskum honum og Íslandi góðs gengis í Færeyjum.

https://bli.is/a-landslid-karla-til-faereyja/