Handknattleiksdeild: Greiðsla æfingagjalda

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Mikilvæg skilaboð til foreldra
Við viljum þakka þeim sem hafa gengið frá greiðslu æfingagjalda í Nora kærlega fyrir.
Við viljum minna þá foreldra sem eiga eftir að ganga frá greiðslu æfingagjalda að gera það sem allra fyrst. Því miður þá er ennþá töluverður fjöldi iðkenda ekki ennþá skráður í flokkunum. Forsenda fyrir því að greiða þjálfurum okkar í deildinni laun er að fá inn æfingagjöldin. Ef foreldrar lenda í vandræðum með skráningu er hægt að hafa samband við Skrifstofu Aftureldingar.
Afturelding er að innleiða nýjan hugbúnað, Sideline Sport  en samskiptahluti hans geri þjálfurum, iðkendum og forráðamönnum kleift að eiga samskipti og hafa yfirsýn, í gegnum app, með æfingum, mætingum og fleira. Aðgangur að honum verður aðeins sendur á skráða iðkendur og því mikilvægt að ganga frá skráningu sem fyrst. Sideline mun draga verulega úr notkun á Facebook sem upplýsingasíðu til foreldra.
Með handboltakveðju
Barna og unglingaráð