Íslenska liðið tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA þessa dagana í Færeyjum og lék við Norður-Írland í dag. Arnór Breki var í byrjunarliðinu en hann þreytti sína frumraun á þriðjudag þegar hann kom inná í hálfleik gegn Wales í fyrsta leik liðins í mótinu.
Knattspyrnudeild óskar Breka innilega til hamingju með þennan áfanga.
