Þróttur Neskaupsstað vann Aftureldingu í í fimm hrinu leik í Mosfellsbænum.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding vann fyrstu hrinuna 25-19 og héldu áfram í hrinu tvö sem þær unnu 25-15. Þróttarakonur neituðu að gefast upp og voru mun ákveðnari í hrinu þrjú og sigruðu hana 25-20. Í hrinu fjögur leiddu Þróttarakonur alla hrinuna og unnu hana 25-19. Allt var undir í oddahrinunni þar sem Afturelding byrjaði betur en Þróttarakonur unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu 7-7. Á endasprettinum voru Þróttarakonur sterkari og unnu hrinuna 15-10 og þar með leikinn 3-2.

Langstigahæst í liði Þróttara var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 32 stig og Erla Rán Eiríksdóttir með 21 stig. Hjá Aftureldingu voru stigahæstar Zaharina Filipova og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 15 stig.

Næsti leikur liðanna fer fram á Neskaupsstað á föstudaginn 11. apríl kl. 19:30. Það lið sem fyrr sigrar 3 leiki verður Íslandsmeistari.

Þriðji leikur fer svo fram að Varmá mánudaginn 14.apríl kl 19:30