Þessir efnilegu piltar æfðu með liðinu í Egilshöll og Akraneshöll um helgina undir stjórn Halldórs Björnssonar landsliðsþjálfara.
U17 liðið mun mæta Norður Írum í tveimur vináttuleikjum þann 10. og 12. febrúar næstkomandi í Kórnum og vonandi ná okkar menn að koma við sögu í þeim leikjum.
Knattspyrnudeild óskar strákunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í komandi landsliðsverkefnum.
