Aron Elfar og Kolbeinn til Aftureldingar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Aron Elfar Jónsson hefur skipt til Aftureldingar frá Hvíta Riddaranum þar sem hann hefur leikið 23 leiki og skorað 6 mörk fyrir þá hvítklæddu undanfarin tvö sumur auk þess að vera fyrirliði þeirra í sumar.

Aron er að norðan og lék með Tindastóli í yngri flokkunum og á einnig leiki með Ísbirninium úr 4.deildinni áður en hann kom í Mosfellsbæinn. Þá starfar Aron einnig sem þjálfari hjá Aftureldingu en hann er þjálfari bæði hjá 2. og 3.flokki kvenna ásamt Bill Puckett og hjá 4.flokki kvenna ásamt Eydísi Emblu Lúðvíksdóttur.

Þá er Kolbeinn Kristinsson komin til okkar frá Selfossi á lánssamning en Kolbeinn er fæddur árið 1990 og hefur leikið 48 meistaraflokksleiki með Fjölni. Hann lék þónokkra leiki með Selfyssingum á undirbúningstímabilinu en hefur ekki komið við sögu með þeim í sumar.

Þar með er félagaskiptaglugganum lokað til enda tímabils en til liðs við Aftureldingu hafa gengið auk þeirra Arons og Kolbeins, Gunnar Wigelund, Moritz Erbs og Atli Albertsson á láni. Frá liðinu eru farnir Egill Trausti Ómarsson og Hallgrímur Andri Jóhannsson sem voru á láni frá Fylki og Fjölni. Þá gekk læknaneminn og bakvörðurinn kunni, Snorri Helgason frá skiptum frá Aftureldingu í Hvíta Riddarann og hefur þegar komið við sögu í einum leik með Riddaranum í sumar.