Atli Eðvaldsson fallinn frá

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Fyrrum þjálfari Aftureldingar, Atli Eðvaldsson, er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við krabbamein, 62 ára að aldri.  Atli þjálfaði karlalið Aftureldingar tímabilið 2014 í 2. deild karla.

Hann spilaði 70 leiki fyrir íslenska landsliðið og átti um tíma leikjamet íslenska landsliðsins. Hér heima lék Atli með Val, KR og HK. Hann lék með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRu Düsseldorf í Þýskalandi og Genclerbirligi í Tyrklandi. Atli gerði KR að Íslands- og bikarmeisturum árið 1999. Hann þjálfarði einnig íslenska landsliðið á árunum 1999-2003.

Afturelding sendir fjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.