Hinn 27 ára Birgir Freyr var lykilmaður og fyrirliði Aftureldingar 2014 en tók sér frí frá boltanum um stundarsakir – spilaði þó nokkra leiki með Hvíta Riddara okkar Mosfellinga í fyrra.
Það er sannarlega mikill fengur í að fá Birgi aftur til liðs við félagið því hér er mikill reynslubolti á ferð með leiðtogahæfileika sem smellpassar inn í sterka og öfluga liðsheild. Birgir á að baki um 90 spilaða leiki með Aftureldingu og 11 mörk með liðinu.
