Birgir er á að baki 62 leiki og 3 mörk sem bakvörður/vængmaður með meistaraflokki HK sem er hans uppeldisfélag.
Birgir hefur æft að undanförnu með Aftureldingu og átti sterka innkomu í æfingaleik við FC Pinatar á Spáni í æfingaferð liðsins, en sá leikur endaði 1-1.
Afturelding býður Birgi hjartanlega velkominn til liðs við félagið og verður spennandi að sjá til hans í sumar.
