Afturelding jafnaði metin í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Staðan í einvíginu er því jöfn, 1:1, en þrjá sigra þarf til að verða meistari. Liðin mætast í þriðja sinn í Mosfellsbæ á mánudagskvöldið.
Þróttarkonur byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinuna 25:18. Afturelding jafnaði metin með því að vinna þá næstu, 25:20, og komst yfir með sigri í þriðju hrinu, 25:18. Sú fjórða var einstefna Mosfellinga sem unnu hana 25:12 og leikinn þar með 3:1.
Zaharina Filipova skoraði 17 stig fyrir Aftureldingu og Auður Anna 14. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir gerði hvorki fleiri né færri en 33 stig fyrir Þrótt og Erla Rán Eiríksdóttir var með 10.