Coerver knattspyrnuskóli í Mosfellsbæ 14. – 16. desember

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Dagana 14. -16. desember næstkomandi fer fram Coerver Coaching knattspyrnuskóli á gervigrasvellinum að Varmá. Skólinn er fyrir alla drengi og stúlkur fædd á árunum 2005-2012.

Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum, á öllum getustigum, og einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum. Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum.

Aðalmarkmið hugmyndafræði Coerver Coaching er:

  • Þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum
  • Gera leikinn skemmtilegan á æfingum og leik
  • Kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu
  • Virða sigur en ekki meir en gott hugarfar og frammistöðu
  • Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir sem best þjálfunarmarkmiðunum

Allir þjálfarar koma frá Coerver Coaching.

Yfirþjálfari: Heiðar Birnir Torleifsson
Sími: 831-8233
Póstfang: heidar.torleifsson@coerver.is

Skráning fer fram á http://coerver.is/store

Dagskrá:

Iðkendur f. 2009-2012
Föstudag kl. 17.00 – 18:20
Lau. og Sun. kl. 09.00 – 12:00

Iðkendur f. 2005-2008
Fös. kl. 18:40-20.00
Lau. og Sun. 13:00-16:00

Verð kr. 12.500,-
ATH 10% systkina afsláttur