Nýr samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá.

Markmið samstarfshópsins er að vera formlegur vettvangur til samráðs hvað varðar aðkomu, uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá, á íþróttavöllum að Varmá og á Tungubökkum. Meginverkefni hópsins verður að setja fram tillögur um framkvæmdaáætlun og forgangsröðun til næstu ára í samvinnu við fulltrúa Mosfellsbæjar.

Miðað er við að hópurinn hefji starf sitt nú þegar og að metið verði að ári liðnu hvernig til hafi tekist og þá hvernig starfið verðir þróað í framtíðinni