Darian Powell gengur til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur fengið liðsstyrk í Inkasso-deild kvenna því Darian Powell frá Bandaríkjunum hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Powell hefur æft Aftureldingu undanfarna daga og hefur staðið sig mjög vel. Powell er framherji kemur til liðsins frá Sel­fossi.

Powell lék með Marqu­ette-há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um áður en hún gekk til liðs við Sel­fyss­inga en hún kom við sögu í fjór­um leikj­um með liðinu í Pepsi Max-deild­inni í sum­ar þar sem hún skoraði eitt mark.

„Hún hef­ur æft með okk­ur und­an­farn­ar vik­ur og litið vel út. Hún mun styrkja okk­ar unga lið mikið enda hef­ur okk­ur ekki gengið nægi­lega vel að skora mörk í sum­ar. Við erum að byggja upp gott knatt­spyrnulið í Mos­fells­bæn­um og hún kem­ur þar sterk inn,“ sagði Júlí­us Ármann Júlí­us­son, þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar, í sam­tali við mbl.is í dag.

Aft­ur­eld­ing er í sjö­unda sæti In­kasso-deild­ar­inn­ar með 7 stig eft­ir fyrstu sex leiki sína, tveim­ur stig­um frá fallsæti, en liðið mæt­ir Tinda­stól á morg­un í 7. um­ferð deild­ar­inn­ar og verður Powell lög­leg með liðinu í þeim leik.