Handboltaskóli Tuma – Tvö námskeið í júlí

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Tvö handboltanámskeið verða haldin í Varmá í júlí fyrir áhuga- og metnaðarfulla handboltaiðkendur. Um er að ræða námskeið fyrir iðkendur í 5. og 6. flokki (stelpur og stráka).

Farið verður í grunnatriði handboltans í gegnum leiki og skemmtilegar boltaæfingar. 

Dagsetningar Handboltaskólans
Námskeið 1: 8. júlí – 12. júlí (5 dagar)
Námskeið 2:  15. júlí – 19. júlí (5 dagar)
Æfingatími: 2008-2009 kk & kvk frá 10-11:15.
Æfingatími: 2006-2007 kk & kvk frá 11:30-12:45
20 laus pláss á hvort námskeið.
Iðkandi getur skráð sig á báðar vikurnar.

Verð: 5.000 krónur á mann fyrir vikunámskeið.

Skráningar fara fram í Nóra – afturelding.felog.is
Nánari upplýsingar veitir Tumi Steinn S: 823-2601