Deildarbikarinn í knattspyrnu 2012

KnattspyrnudeildKnattspyrna

KSÍ hefur tilkynnt um riðlaskiptingu í Deildarbikarnum eða Lengjubikarnum eins og hann er einnig nefndur fyrir vorið 2012.
Meistaraflokkur félagsins leika báðir í B-deild og eru strákarnir í riðli 1 með Gróttu, ÍH, KV, Reyni Sandgerði og Sindra. Stelpurnar leika hinsvegar við FH, Grindavík, KR, Selfoss og Þrótt Reykjavík.
Hvíti Riddarinn tekur þátt í C-deildinni og leikur þar í riðli með Augnablik, Hugin, KFS og Þrótti úr Vogum.
Fyrstu leikir deildarbikarsins verða í mars nk. Vetrardagskráin hefst þó með Faxaflóamótinu en meistaraflokkur kvenna á leik við FH á Varmárvelli 8.jan n.k.